Forsætisnefnd - Fundur nr. 216

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2017, föstudaginn 12. maí, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í fundarherberginu Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.32. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. maí 2017, um samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa Reykjavíkurborg og ákvæði um rétt til launa í orlofi, lífeyrisréttinda, laun í veikinda- og slysaforföllum og fæðingarorlof.

R16010250

2. Fram fer umræða um vinnudag borgarstjórnar 25. ágúst 2017. R17040016

3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. maí nk. R17010108

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að 8. bekkingum í grunnskólum Reykjavíkur standi til boða sumarstörf hjá Vinnuskóla Reykjavíkur

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gera fjármál hverfanna aðgengileg

c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið fjármagn til nýsköpunar í velferðarmálum

d) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum

e) Umræða um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar

f) Umræða um stöðu og kjör barnafjölskyldna í Reykjavík

Fundi slitið kl. 11.01

Líf Magneudóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson