Forsætisnefnd - Fundur nr. 214

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2017, föstudaginn 28. apríl, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir móttökur Reykjavíkurborgar.

Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, dags. 28. apríl 2017, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 4. apríl 2017.

Samþykkt.

3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. maí nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) fyrri umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016

b) kosning í innkauparáð

c) kosning í umhverfis- og skipulagsráð

Samþykkt að í umræðu um ársreikning fari fram oddvitaumræða og að ræðutími verði óbundinn.

4. Fram fer umræða um mætingar á fundum hverfisráða.

Samþykkt að skrifstofa borgarstjórnar taki saman lista yfir mætingar fyrir öll hverfisráð.

- Kl. 11.23 víkur Elsa Hrafnhildur Yeoman af fundi.

5. Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr 138/2011; fjöldi fulltrúa í sveitarstjórnum.

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.49

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Halldór Auðar Svansson