Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2017, föstudaginn 31. mars, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Hljóðbergi, Hannesarholti og hófst kl. 12.20. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Kjartan Magnússon, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:s
a) Húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. mars 2017
b) Samgöngusamningar við starfsmenn Reykjavíkurborgar sbr. 30 lið fundargerðar borgarráðs frá 30 mars 2017
c) Tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 30 mars 2017.
d) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um uppbyggingu í Geldinganesi
e) Umræða um Seljahlíð (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins)
f) Umræða um sölu Reykjavíkurborgar á lóð í Vogabyggð til Festa ehf. (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina og Sjálfstæðisflokksins)
g) Kosning í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
h) Tillaga forsætisnefndar um að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar 18. apríl
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að tillaga um uppbyggingu í Geldinganesi verði fyrst á dagskrá borgarstjórnarfundar 4. apríl næstkomandi.
Tillagan er felld.
Forsetar borgarstjórnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt hefð eru þau mál sem borgarráð afgreiðir til meðferðar borgarstjórnar höfð fyrst á dagskrá fundarins.
2. Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á samþykkt fyrir fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar sbr. 5. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 28. febrúar 2017.
Vísað til borgarstjórnar.
3. Fram fer umræða um fjölgun borgarfulltrúa og starfsaðstöðu að Tjarnargötu 12.
Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Forsætisnefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi hugmyndir um breytingu á starfsaðstöðu borgarfulltrúa og óskar eftir því að tillögurnar verði unnar áfram og kynntar á starfsdegi borgarstjórnar sem haldinn verður þann 24. ágúst nk.
4. Lögð fram tillaga forsætisnefndar, dags. 14. mars 2017, um umboðsmann borgarbúa, stjórnskipulega stöðu embættisins og samstarf á sviði eftirlits með stjórnsýslu Reykjavíkurborgar ásamt fylgigögnum.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
5. Fram fer umræða um fyrirkomulag á fundum borgarstjórnar.
6. Lagt er til að starfsdagur borgarstjórnar verði haldinn þann 25. ágúst nk.
Samþykkt.
Skrifstofu borgarstjórnar er falið að vinna áfram að málinu.
7. Fram fer umræða um endurskoðun á reglum um skráningu fjárhagslegra hagsmuna og siðareglum kjörinna fulltrúa.
Fundi slitið kl. 16.17
Líf Magneudóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson