Forsætisnefnd - Fundur nr. 211

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2017, föstudaginn 3. mars, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.07. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. mars nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um tilmæli til Alþingis vegna áfengisfrumvarpsins

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið gagnsæi vegna niðurstaðna PISA-könnunar

c) Umræða um eftirlit með þjónustu Reykjavíkurborgar við fatlað fólk

2. Fram fer umræða um breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.

Erik Tryggvi Striz Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram yfirlit yfir mætingar á fundi í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar 1. júlí – 31. desember 2016.

4. Lögð fram drög að dagskrá fyrir vinnufund forsætisnefndar 31. mars nk.

5. Lögð fram breyting á samþykkt fyrir fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar sbr. 5. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 28. febrúar 2017.

Vísað til borgarstjórnar.

6. Lögð fram erindi mannréttindaskrifstofu með beiðni um afnot af borgarstjórnarsalnum fyrir fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11.16