No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2016, föstudaginn 3. febrúar, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.37. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit yfir móttökur Reykjavíkurborgar.
Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Fram fer umræða um drög að yfirlit yfir mætingar í fundi í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar 1. júlí-31. desember 2016.
Frestað.
3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 10. janúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um afgreiðslutíma á tillögum og fyrirspurnum
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aukið framboð lóða sökum lóðaskorts í Reykjavík
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagningu sparkvalla við grunnskóla
d) Umræða um öryggi í Reykjavík
e) Umræða um samninga og samskipti við íþróttafélög
f) Umræða um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Grafarholti-Úlfarsárdal (að beiðni borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins)
g) Kosning í menningar- og ferðamálaráð
h) Kosning í umhverfis- og skipulagsráð
i) Kosning í heilbrigðisnefnd
j) Kosning í hverfisráð Laugardals
4. Fram fer umræða um laun kjörinna fulltrúa.
Frestað.
5. Fram fer umræða um tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um málþing um málefni ungmenna.
Fundi slitið kl. 11.43
Líf Magneudóttir
Elsa H. Yeoman Halldór Auðar Svansson