Forsætisnefnd - Fundur nr. 208

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2017, föstudaginn 13. janúar, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17.janúar.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Umræða um biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði

b) Umræða um lóðaúthlutanir borgarinnar frá 1. janúar 2012 fyrir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina)

c) Umræða um málefni Vesturbæjarins (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

Lagt er til að fundur borgarstjórnar þann 17. janúar nk. hefjist kl. 13.00.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.40

Líf Magneudóttir

Elsa H. Yeoman Halldór Auðar Svansson