Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2016, föstudaginn 16. desember, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.32. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. desember nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um greiningu og aðgerðir vegna stöðu reykvískra nemenda
b) Umræða um þjónustustefnu Reykjavíkurborgar
c) Umræða um skýrsla stýrihóps um málefni miðborgar
d) Umræða um málefni Miðborgarinnar
e) Umræða um nýtt fjárhagsupplýsingakerfi um útgjöld og tekjur fagsviða og miðlægrar stjórnsýslu á vefnum
f) Kosning í stjórnkerfis og lýðræðisráð
g) Kosning í mannréttindaráð
h) Tillaga um að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar 3. janúar
2. Fram fer kynning á störfum umboðsmanns borgarbúa.
Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 12. desember 2016, um tillögu borgarstjórnar um laun kjörinna fulltrúa.
Forsætisnefnd samþykkir að framlengja ákvörðun borgarstjórnar frá 15. nóvember 2016, um að fresta gildistöku hækkunar á launum kjörinna fulltrúa til 31. janúar 2017.
Erik Tryggvi Striz Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 12.16
Líf Magneudóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson