Forsætisnefnd - Fundur nr. 206

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2016, föstudaginn 2. desember, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.32. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram svar innri endurskoðanda og regluvarðar, dags. 9. nóvember 2016, við erindi forsetisnefndar um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa.

Samþykkt að hafa málið á dagskrá á starfsdegi forsætisnefndar.

Hallur Símonarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. desember nk.

Lagt til að fundur hefjist kl. 13.00 í stað 14.00.

Samþykkt.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillögur borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata að breytingum að frumvarpi til fjárhagsáætlunar

b) Tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að breytingum að frumvarpi til fjárhagsáætlunar

c) Tillögur borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina að breytingum að frumvarpi til fjárhagsáætlunar

3. Lagt fram bréf skrifstofu borarstjórnar, dags. 17. nóvember 2016, sbr. samþykkt borgarráðs frá 17. nóvember 2016, á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. nóvember 2016, sbr. samþykkt borgarráðs frá 15. nóvember 2016, á tillögu borgarstjóra, dags. 11. nóvember 2016, um laun kjörinna fulltrúa.

Samþykkt.

5. Fram fer umræða um fyrirkomulag sameiginlegra funda borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar, öldungaráðs og fjölmenningaráðs.

6. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar yfir afnot af borgarstjórnarsalnum milli funda, dags. í dag.

7. Lögð fram beiðni um leyfi fyrir fyrir myndatöku á fundi borgarstjórnar 6. desember 2016.

Samþykkt.

8. Fram fer umræða um siðareglur kjörinna fulltrúa og trúnað á fundum fagráða.

Fundi slitið kl. 12.16

Líf Magneudóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson