Forsætisnefnd - Fundur nr. 205

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2016, föstudaginn 11. nóvember, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.06. Viðstödd voru Líf Magneudóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Bjarni Þóroddsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. nóvember nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga um óbreytt laun kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg

b) Tillaga um Reykjavík gegn plasti

c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um átak vegna veggjakrots

d) Umræða um NPA í Reykjavík (Notendastýrð persónuleg aðstoð)

e) Umræða um félagslegar leiguíbúðir í Reykjavik

f) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

g) Kosning í velferðarráð

2. Fram fer umræða um næstu skref varðandi fjölgun borgarfulltrúa.

Samþykkt að halda starfsdag forsætisnefndar í samstarfi við stjórnkerfis- og lýðræðisráðs föstudaginn 13. janúar nk.

3. Fram fer umræða um starfsaðstöðu á skrifstofu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.

4. Lagt er til að fundir forsætisnefndar hefjist framvegis kl. 10.30.

Samþykkt.

5. Lagðar fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um fjölgun funda ráðanna, dags.  30. september ásamt umsögnum skóla- og frístundaráðs, dags. 20. október , og velferðarsviðs, dags. 7. nóvember.

Tillagan er felld með vísan til framlagðra umsagna.

6. Fram fer umræða um fundarritun í hverfisráðum.

7. Fram fer umræða um sameiginlegan fund borgarstjórnar og ofbeldisvarnarnefndar sem fram fer þann 30. maí nk.

Samþykkt að boða formann ofbeldisvarnarnefndar á næsta fund forsætisnefndar.

Fundi slitið kl. 12.03

Líf Magneudóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson