Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2016, föstudaginn 16. september, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.30. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Eva Einarsdóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram að nýju tillaga að staðsetningu embættis umboðsmanns borgarbúa, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 2. september 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 12. september 2016.
2. Lagt fram yfirlit yfir móttökur Reykjavíkurborgar, dags. 15. september 2016.
3. Kynnt yfirlit yfir mætingar á fundi í fagráðum fyrstu 6 mánuði ársins 2016.
Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 16. september 2016, um viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna breytinga á útsvarstekjum og aðgerða í skólamálum.
Vísað til borgarstjórnar.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. september 2016:
Lagt er til að fæðisgjald í grunnskólum og leikskólum verði hækkað um 100 kr. á dag. Þetta felur í sér að gjaldskrá viðkomandi liða verði skv. hjálögðum töflum en þar er að finna, til samanburðar, núverandi gjald og hlutfallslega hækkun.
Vísað til borgarstjórnar.
6. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. september nk.
- Kl. 11.08 tekur Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Aðgerðaáætlun í skólamálum
Tillaga að hækkun fæðisgjalds í grunskólum og leikskólum.
Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 vegna breytinga á útsvarstekjum og aðgerða í skólamálum.
b) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um árangursmælingar í skólamálum
c) Umræða um göngubrú yfir Miklubraut (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)
d) Austurbakki 2 – samkomulag um kaup á bílastæðum, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. september 2016 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)
e) Kosning í mannréttindaráð
f) Kosning í menningar- og ferðamálaráð
g) Kosning í velferðarráð
h) Kosning í hverfisráð Grafarvogs
i) Kosning í hverfisráð Breiðholts
j) Beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna, Sóleyjar Tómasdóttur, um lausn frá störfum
Fundi slitið kl. 11.17
Sóley Tómasdóttir
Eva Einarsdóttir Halldór Auðar Svansson