Forsætisnefnd - Fundur nr. 202

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND
Ár 2016, föstudaginn 2. september, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Magnús Már Guðmundsson og Áslaug María Friðriksdóttir, Helga Björk Laxdal, Bjarni Þóroddsson og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. september nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um stofnun neyðarhóps um leikskólamál

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um ferðakostnað og ferðaheimildir

c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um lækkun orkugjalda

d) Umræða um árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar janúar-júní 2016

e) Umræða um drög að frístundastefnu

f) Umræða um skólamál í Reykjavík

g) Kosning í borgarráð

h) Kosning í umhverfis- og skipulagsráð

i) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

j) Kosning í velferðarráð

k) Kosning í menningar- og ferðamálaráð

l) Beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttir um tímabundna lausn frá störfum
2. Fram fer umræða um drög að yfirliti yfir mætingar á fundi í fagráðum fyrstu 6 mánuði ársins 2016.

3. Lögð fram að nýju tillaga forsætisnefndar um dagsetningar á sameiginlegum fundum borgarstjórnar, sbr. 5. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 12. ágúst 2016.

Samþykkt með þeirri breytingu að sameiginlegur fundur með Reykjavíkurráði ungmenna verði haldinn 28. febrúar 2017.
4. Lögð fram tillaga að staðsetningu embættis umboðsmanns borgarbúa.

Vísað til umsagnar og kynningar í stjórnkerfis- og lýðræðisráði.
5. Fram fer umræða um fjölgun borgarfulltrúa.

6. Lagt fram tölvubréf Sveinbjargar B. Sveinbjörnsdóttur, dags. 2. september 2016, þar sem fram kemur að hún verði nýr áheyrnarfulltrúi í forsætisnefnd í stað Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur.
Fundi slitið kl. 12.05

Sóley Tómasdóttir
Elsa H. Yeoman Halldór Auðar Svansson