Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2016, fimmtudaginn 16. júní, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í borgarráði, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 16.03. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Jóna Björg Sætran, Heiða Björg Hilmisdóttir og Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. júní nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. júní 2016
b) Umræður um dóm Hæstaréttar í máli nr. 268/2016, dags. 9. júní 2016: íslenska ríkið gegn Reykjavíkurborg vegna Reykjavíkurflugvallar, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. júní 2016
c) Umræður um loftslagsmál
d) Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta
e) Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara
f) Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara
g) Kosning í skóla- og frístundaráð
h) Kosning í velferðarráð
i) Beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um tímabundna lausn frá störfum
j) Umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar
2. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt á stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, dags. í júní 2016.
Vísað til borgarstjórnar.
3. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júní 2016, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa sbr. fundargerð forsætisnefndar 5. apríl 2016.
4. Lagt fram svar siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. júní 2016, við erindi forsætisnefndar, dags. 6. apríl 2016, varðandi skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa.
5. Lögð fram beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, um tímabundna lausn frá störfum.
Vísað til borgarstjórnar.
6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júní 2016, ásamt drögum að endurskoðun samþykktar fyrir umhverfis- og skipulagsráð vegna bílastæðasjóðs.
Vísað til borgarstjórnar.
7. Lagt fram álit kjararáðs nr. 2016.001.
8. Lögð fram álit umboðsmanns borgarbúa í málum nr. 7/2013 og 181/2014.
Forsætisnefnd og áheyrnarfulltrúar leggja fram svohljóðandi bókun:
Varðandi niðurstöður álits umboðsmanns borgarbúa um Miðborgina okkar og Bílastæðasjóð er nauðsynlegt að árétta að farið var af stað með umfangsmikla vinnu við endurskoðun á þáverandi fyrirkomulagi í beinu framhaldi af fyrri álitum. Um er að ræða flókna endurskoðun með aðkomu margra hagsmunaaðila og nauðsynlegt að vanda til verka. Eins og fram hefur komið við meðferð málsins er vinna við nýtt fyrirkomulag verkefnisstjórnar miðborgarmála á lokametrunum og verður það sent út til umsagna á næstu dögum. Ekki er því hægt að fallast á að þeir kjörnu fulltrúar sem áttu hlut að ákvarðanatökunni, sem er tímabundin ráðstöfun sem ætlað er að draga úr óvissu í málaflokknum, hafi á nokkurn hátt átt þátt í því að misnota almannafé né hafi farið á svig við siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Þvert á móti er verið að bregðast við ábendingum umboðsmanns með skipulögðum og markvissum hætti og breytt fyrirkomulag miðborgarmála mun taka gildi eigi síðar en um áramót.
Fundi slitið kl. 16.55
Sóley Tómasdóttir
Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson