No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2016, föstudaginn 3. júní, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.03. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Eva Einarsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Magnús Már Guðmundsson og Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. júní nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um heimagistingu og leiguíbúðir í skammtímaleigu
b) Umræða um fjárhagsaðstoð
c) Umræða um skýrslu stýrihóps um lýðheilsu og heilsueflingu barna og unglinga í leik-, grunn- og frístundastarfi, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. maí
d) Málefni Austurbæjar og Norðurmýrar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)
e) Kosning í heilbrigðisnefnd
f) Kosning í stjórn Strætó bs.
2. Fram fer umræða um endurskoðun á reglum um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa.
Hallur Símonarson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar.
Frestað.
4. Lögð fram svohljóðandi umsögn forætisnefndar um tillögu um málþing ungmenna:
Forsætisnefnd fagnar framkominni tillögu, enda til þess fallin að efla og styrkja ungmenni til áhrifa í samfélaginu. Regluleg málþing um málefni sem snerta ungmenni geta haft jákvæð áhrif á samfélagið í heild sinni, leitt til aukins skilnings á aðstæðum ungmenna innan stjórnmála og í stjórnsýslunni og þar með betri ákvarðana og bættrar þjónustu. Ekki síður geta slík málþing haft áhrif á virkni og þátttöku ungmenna sem þarna fá nýjan vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málþing um stelpur til framtíðar sem haldið var í Tjarnarsal á vegum ungmennaráðs Vesturbæjar í apríl var til stakrar fyrirmyndar, skipulagt af unglingunum sjálfum um þeirra hugðarefni og á þeirra forsendum. Forsætisnefnd leggur til að samþykkt verði að halda málþing árlega til að byrja með, að þau verði haldin í Tjarnarsal Ráðhússins og að á málþingunum verði leitast við að leiða saman ungmenni, stjórnmálafólk og embættismenn í Reykjavík.
5. Lögð fram beiðni RVK Studios um afnot af aðstöðu borgarfulltrúa í Tjarnargötu 12.
Samþykkt.
6. Fram fer umræða um skrifstofuaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.
7. Fram fer umræða um móttökur Reykjavíkurborgar. Einnig lagt fram yfirlit yfir móttökur, dags. 2. júní 2016.
Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.28 víkur Magnús Már Guðmundsson af fundi.
8. Fram fer kynning á skýrslu umboðsmanns borgarbúa. Einnig eru lögð fram álit umboðsmanns borgarbúa í máli nr. 7/2013 og nr. 181/2014.
Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 13.04
Sóley Tómasdóttir
Halldór Auðar Svansson