Forsætisnefnd - Fundur nr. 197

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2016, föstudaginn 15. apríl, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.07. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. apríl nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samstarf Reykjavíkurborgar við frjáls félagssamtök í umhverfismálum

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um að efla umhverfisvitund reykvískra ungmenna

c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um að endurskoða byggingaráform við Landsímahúsið vegna Víkurkirkjugarðs

d) Umræða um jafnrétti í sveitarfélögum

e) Umræða um skóla- og frístundamál í Grafarvogi 

f) Kosning í borgarráð

g) Kosning í umhverfis- og skipulagsráð

h) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

i) Kosning í mannréttindaráð

j) Kosning í menningar- og ferðamálaráð

k) Kosning í heilbrigðisnefnd

l) Kosning í hverfisráð Vesturbæjar

m) Kosning í hverfisráð Miðborgar

n) Kosning í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar

2. Lagt fram að nýju tölvubréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. mars, þar sem óskað er umsagnar forsætisnefndar um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að heimilt verði að opna fundi og ráð og nefnda og hefja beinar útsendingar frá þeim, sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar þann 15. mars sl.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar hjá skrifstofustjóra borgarstjórnar sem vinnur tillögu að tilraunaútfærslu opinna funda ráða og nefnda Reykjavíkurborgar í eitt ár sem vísað verður til umsagnar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

3. Lagt fram bréf heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, dags. 10. mars 2016, varðandi endurskoðaða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík ásamt greinargerð, dags. 19. febrúar 2016, ásamt fylgiskjölum.

Forsætisnefnd óskar eftir að fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins geri grein fyrir málinu á næsta fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11.56

Sóley Tómasdóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson