Forsætisnefnd - Fundur nr. 192

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2016, föstudaginn 29. janúar, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10.36. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. febrúar nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga að viðauka vegna hagræðingaraðgerða 2016

b) Umræða um gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)

c) Umræða um málefni Breiðholts (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. október 2015, þar sem lagt er til að meðfylgjandi breyting á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar verði samþykkt.

Vísað til umsagnar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. febrúar 2016, varðandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skipun fulltrúa í ráð og nefndir, sbr. 2. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 17. febrúar 2015.

Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að vinna áfram í málinu.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. janúar 2016, með tillögum að tímasetningum á opnum fundum borgarstjórnar árið 2016.

Samþykkt.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 27. janúar 2016, þar lagt er til að forsætisnefnd samþykki að fela forseta borgarstjórnar að leita samkomulags við bæjarstjórn Akureyrar um breytt fyrirkomulag sameiginlegra funda.

Samþykkt.

6. Lögð fram drög að breytingum á reglum um íbúakosningar. Jafnframt er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 7. september 2015.

Frestað.

7. Fram fer umræða um kostnað vegna útsendinga frá borgarstjórnarfundum.

8. Lagt fram til kynningar dagskrá ráðstefnunnar Council of European Municipalities and Regions (CEMR) sem fram fer 20.-22. apríl nk. á Kýpur.

9. Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar 2016.

Vísað til skrifstofustjóra borgarstjórnar til frekari vinnslu.

10. Lagt fram yfirlit yfir móttökur Reykjavíkurborgar á tímabilinu 20. nóvember 2015-21. janúar 2016.

Fundi slitið. kl. 12.03

Sóley Tómasdóttir

Halldór Auðar Svansson Elsa Yeoman