Forsætisnefnd - Fundur nr. 191

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2016, föstudaginn 15. janúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. janúar nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar

b) Umræða um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

c) Umræða um landsleik í lestri – allir lesa (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

- Kl. 10.40 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

d) Umræða um fyrirhugaðar byggingar á Austurbakka eða svokölluðu Hafnartorgi (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

e) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um þrengingu Grensásvegar

f) Umræða um gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)

g) Umræða um Reykjavíkurflugvöll og íbúalýðræði (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)

h) Umræða um skerðingu á þjónustu við aldraða (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)

i) Umræða um málefni Norðlingaholts (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)

j) Kosning í skóla- og frístundaráð

k) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

l) Kosning í hverfisráð Breiðholts

m) Kosning í hverfisráð Hlíða

2. Fram fer umræða um sameiginlegan fund borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar sem áætlaður er þann 4. mars nk.

3. Fram fer umræða um sameiginlegan fund borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna sem áætlaður er þann 23. febrúar nk.

4. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að umræður fari fram um málefni eftirfarandi hverfa á tilgreindum dögum; 5. janúar 2016, málefni Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts, 19. janúar 2016, málefni Norðlingaholts, 2. febrúar 2016, málefni Breiðholts, 16. febrúar 2016, málefni Grafarholts og Úlfarsárdals, 1. mars 2016, málefni Grafarvogs, 15. mars 2016, málefni Kjalarness, 5. apríl 2016, málefni Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis, 19. apríl 2016, málefni Langholts-, Laugarnes- og Vogahverfis, 3. maí 2016, málefni Hlíða, Holta- og Háaleitishverfis, 17. maí 2016, málefni Austurbæjar og Norðurmýrar, 7. júní 2016, málefni Vesturbæjar og 21. júní 2016, málefni Miðbæjarins.

Tillagan er felld.

Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Forsætisnefnd telur óeðlilegt að skuldbinda borgarstjórn til lengri tíma með því að samþykkja tillögu um hverfaumræðu á fyrirfram skilgreindum fundum. Ekki er hægt að spá fyrir um þau mál sem upp kunna að koma og krefjast umræðu í borgarstjórn, né heldur hvernig þau samræmast umræðum um tiltekin hverfi. Bent er á að borgarfulltrúar hafa óskoraða heimild til að setja mál á dagskrá borgarstjórnarfunda og ekkert sem kemur í veg fyrir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fylgi tillögunni eftir. 

5. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 2015, um breytingu á samþykkt fyrir mannréttindaráð. Jafnframt er lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu, dags. 10. janúar 2016.

Tillagan er felld.

Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ekki er tilefni til að samþykkja tillöguna að svo stöddu, en samþykktir verða teknar til endurskoðunar um leið og ný mannréttindastefna liggur fyrir. Efni tillögunnar verður haft til hliðsjónar í þeirri vinnu.

6. Fram fer umræða um nýjar reglur Reykjavíkurborgar um farsíma, snjalltæki og heimatengingar og verklagsreglur Reykjavíkurborgar um farsíma borgarfulltrúa.

Forsætisnefnd felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að uppfæra gildandi verklagsreglur um farsíma borgarfulltrúa og kynna forsætisnefnd. 

7. Lagt fram minnisblað vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, dags. 29. desember 2015, ásamt kostnaðaryfirliti.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

8. Fram fer kynning á hagræðingu á árinu 2016 hjá skrifstofu borgarstjórnar.

Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi tillögu: 

Forsætisnefnd felur skrifstofustjóra að kalla eftir yfirliti yfir mætingar í borgarstjórn, borgarráð, fagráð og hverfisráð borgarinnar það sem af er kjörtímabilinu. Jafnframt að lagt verði fram yfirlit yfir mætingu og innköllun varamanna fjórum sinnum á ári.

Samþykkt.

9. Fram fer kynning á stöðu mála hjá umboðsmanni borgarbúa.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.05 víkur Sóley Tómasdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 12.12

Elsa H. Yeoman Halldór Auðar Svansson