Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2015, miðvikudaginn 30. desember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í borgarráði, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10.00. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. desember nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag sbr. 4. lið fundargerðar umhevrfis- og skipulagsráðs frá 23. desember.
- Kl. 10.06 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sérstakt átak í atvinnumálum fatlaðs fólks
c) Umræða um fjármál Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
d) Umræða um gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
e) Umræða um málefni Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að umræður fari fram um málefni eftirfarandi hverfa á tilgreindum dögum; 5. janúar 2016, málefni Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts, 19. janúar 2016, málefni Norðlingaholts, 2. febrúar 2016, málefni Breiðholts, 16. febrúar 2016, málefni Grafarholts og Úlfarsárdal, 1. mars 2016, málefni Grafarvogs, 15. mars 2016, málefni Kjalarness, 5. apríl 2016, málefni Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis, 19. apríl 2016, málefni Langholts- Laugarnes- og Vogahverfis, 3. maí 2016, málefni Hlíða, Holta- og Háaleitishverfis, 17. maí 2016, málefni Austurbæjar og Norðurmýrar, 7. júní 2016, málefni Vesturbæjar og 21. júní 2016, málefni Miðbæjarins.
Frestað.
Fundi slitið. kl. 10.19.
Sóley Tómasdóttir
Elsa H. Yeoman Halldór Auðar Svansson