Forsætisnefnd - Fundur nr. 18

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2005, fimmtudaginn 31. mars, var haldinn 18. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.17. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein og Alfreð Þorsteinsson. Jafnframt sátu fundinn Gísli Helgason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sigurbjörg Sigurjónsdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar og gestamóttökur borgarstjóra, dags. í dag.
1. tölulið synjað með vísan til b-liðs 6. gr. reglna forsætisnefndar um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar frá 11. október 2004.
2. töluliður samþykktur.
Hildur Kjartansdóttir sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. varðandi nýtt skipurit skrifstofu borgarstjórnar, verkefni skrifstofunnar og mannahald, ásamt fylgigögnum.
Samþykkt.
Gunnar Eydal sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lögð fram drög að nýjum samþykktum fyrir fagráð Reykjavíkurborgar með áorðnum breytingum, dags. 30. þ.m., sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarráðs fyrr í dag.
Samþykkt og vísað til borgarstjórnar.

4. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. apríl n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Umræða um gjaldfrjálsa leikskóla.
b. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2006-2008.
c. Nýjar samþykktir fyrir fagráð Reykjavíkurborgar.
d. Samþykkt um kattahald í Reykjavík; síðari umræða.
e. Samþykkt um gæludýrahald í Reykjavík; síðari umræða.

Fundi slitið kl 12.35

Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson