Forsætisnefnd - Fundur nr. 189

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 27. nóvember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í borgarráði, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10.37. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Magnús Már Guðmundsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. desember nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Breytingatillögur Sjálfstæðisflokksins við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016.

b) Kosning í mannréttindaráð

c) Kosning í borgarráð

- Kl. 10.40 tekur Eva Einarsdóttir sæti á fundinum.

Samþykkt að fundurinn hefjist kl. 13.00 og að ræðutími verði ótakmarkaður. Forseta borgarstjórnar er falið að gera tillögu að mælendaskrá.

2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 28. október 2015, varðandi ábendingu úttektarnefndar borgarstjórnar nr. 3 – lengd bókana.

Frestað.

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2015:

Lagt er til að þóknun vegna vinnu formanns barnaverndarnefndar verði ákvörðuð kr. 360.000.- á mánuði.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Samþykkt.

4. Lagt fram minnisblað, dags. 27. nóvember 2015, um stöðu vinnu við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

5. Lagt fram yfirlit, dags. 26. nóvember 2015, yfir móttökur Reykjavíkurborgar á tímabilinu 31. október-16. nóvember 2015.

6. Fram fer umræða um undirbúning málþingsins Stelpur stjórna, sem haldið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. desember nk. 

Fundi slitið. kl. 11.41

Sóley Tómasdóttir

Halldór Auðar Svansson Eva Einarsdóttir