Forsætisnefnd - Fundur nr. 188

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 13. nóvember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í fundarsal borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.30. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Úlfhildur Þórarinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. nóvember nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um rýningu á orkugjöldum

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um göngubrú yfir Hringbraut 

c) Umræða um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

d) Umræða um loftslagsmál (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

e) Umræða um sorpflokkun í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

f) Kosning í ofbeldisvarnarnefnd

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. október 2015, þar sem lagt er til að forsætisnefnd taki tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um óbreyttan fjölda borgarfulltrúa, sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar 20. október sl., til skoðunar í þeirri vinnu sem fer nú fram hjá nefndinni um fjölgun borgarfulltrúa og endurskoðun ákvæða samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.

Frestað.

3. Fram fer umræða um störf borgarstjórnar. 

- Kl. 10.45 tekur Elsa Yeoman sæti á fundinum.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. nóvember 2015, varðandi breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, þar sem lagt er til að stjórnkerfis- og lýðræðisráð færist úr flokki I í flokk II og að breytingin taki gildi 1. janúar nk.

Samþykkt.

5. Fram fer umræða um stöðu vinnu við 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.

6. Fram fer kynning á stöðu mála hjá umboðsmanni borgarbúa.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 11.47

Sóley Tómasdóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson