Forsætisnefnd - Fundur nr. 187

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 30. október, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.02. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit, dags. 28. október 2015, yfir móttökur Reykjavíkurborgar á tímabilinu 1. október-16. október 2015.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. nóvember nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2016; fyrri umræða 

b) Kosning í skóla- og frístundaráð

c) Kosning í mannréttindaráð

d) Kosning í umhverfis- og skipulagsráð

e) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

f) Kosning í íþrótta- og tómstundaráð

g) Kosning í fjölmenningarráð

h) Kosning í hverfisráð Laugardals

i) Kosning í hverfisráð Breiðholts

j) Lausnarbeiðni Hreiðars Eiríkssonar

- Kl. 12.04 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

3. Lagt fram bréf Dags B. Eggertssonar, dags. 14. október 2015, þar sem fram kemur að Magnús Már Guðmundsson er nýr áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í forsætisnefnd.

4. Lagt fram bréf Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, dags. í október 2015, þar sem fram kemur að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir er nýr áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í forsætisnefnd. 

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. október 2015, vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjölgun borgarfulltrúa sem lögð var fram á fundi borgarráðs þann 29. janúar 2015.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. október 2015, þar sem lagt er til að forsætisnefnd taki tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um óbreyttan fjölda borgarfulltrúa, sem lögð var fram á fundi borgarstjórnar 20. október sl., til skoðunar í þeirri vinnu sem fer nú fram hjá nefndinni um fjölgun borgarfulltrúa og endurskoðun ákvæða samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.

Frestað.

7. Lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 19. október 2015, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd taki til meðferðar tillögu fulltrúa Pírata, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Samfylkingar um tilfærslu stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í II. flokk, sem lögð var fram í ráðinu þann 15. september 2015.

Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna tillögu að breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa. 

8. Lagt fram tölvubréf Trans Íslands, dags. 29. september 2015, þar sem óskað er eftir að alþjóðlegur minningadagur trans fólks verði haldinn í borgarstjórnarsal þann 20. nóvember nk.

Samþykkt.

9. Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar frá 5. mars 2015 um að hefja undirbúning að hugmyndaþingi með kjörnum fulltrúum og nemendum á unglingastigi þar sem leitað verður eftir upplýsingum um það sem helst hvílir á unglinum þegar kemur að lýðræðis- og umhverfismálum.

Vísað til meðferðar skrifstofu borgarstjórnar.

10. Lagt fram minnisblað, dags. 29. október 2015, um stöðu vinnu við 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Lögð fram samþykkt borgarstjórnar, dags. 31. mars 2015, um að halda málþing um þátttöku og áhrif kvenna í stjórnmálum 14. desember 2015 á afmælisdegi Ingibjargar H. Bjarnason. 

Samþykkt að halda málþingið í sal borgarstjórnar. Forseta borgarstjórnar er falið að hefja undirbúning fyrir málþingið.

12. Lagt fram tölvubréf mannréttindaskrifstofu, dags. 26. október 2015, þar sem óskað eftir breytingu á fundartíma á fundi fjölmenningarráðs og borgarstjórnar sem haldinn verður 24. nóvember nk.

Samþykkt.

13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. október 2015, þar sem lagt er til að forsætisnefnd samþykki að fela forseta borgarstjórnar að leggja til við bæjarstjórn Akureyrar að árlegur fundur borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar verði næst haldinn í Reykjavík þann 4. mars 2016.

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. október 2015, þar sem lagt er til að forsætisnefnd samþykki að halda fund borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna þann 23. febrúar 2016 og undirbúningsfund forætisnefndar þann 29. janúar 2016.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.34

Sóley Tómasdóttir

Halldór Auðar Svansson Elsa H. Yeoman