Forsætisnefnd - Fundur nr. 186

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 9. október, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Stemmu fundarsal, Hörpu og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa H. Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning skrifstofustjóra Alþingis á störfum þingsins. 

Helgi Bernódusson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer umræða um fjölgun borgarfulltrúa.

3. Fram fer kynning á framkvæmd almennra kosninga í Reykjavík.

4. Lögð fram drög að reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd íbúakosninga. Einnig er lögð fram umsögn stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 7. september 2015.

Frestað.

5. Fram fer umræða um breytingar á samþykktum, óundirbúnum fyrirspurnum og fyrirkomulagi kosninga í ráð og nefndir.

Fundi slitið kl. 15.36

Sóley Tómasdóttir

Halldór Auðar Svansson

Elsa H. Yeoman