Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2015, föstudaginn 2. október, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 11.09. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Eva Einarsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Friðriksdóttir, Bjarni Brynjólfsson og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. október nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Hjólreiðaáætlun 2015-2020
b) Umræða um biðlista eftir félagslegu húsnæði (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina)
c) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð
d) Kosning í heilbrigðisnefnd
e) Kosning í hverfisráð Miðborgar
Fundi slitið kl. 11.14
Sóley Tómasdóttir
Halldór Auðar Svansson