Forsætisnefnd - Fundur nr. 184

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, fimmtudaginn 1. október, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.22. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Eva Einarsdóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Magnús Már Guðmundsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Halldór Halldórsson og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um skýrslu starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar. Einnig er lagt fram bréf stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, dags. 11. júní 2015, þar sem lagt er til að kannaður verði grundvöllur fyrir breyttu fyrirkomulagi hverfisráða Reykjavíkurborgar.

Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Forsætisnefnd felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að undirbúa umsögn nefndarinnar um skýrslu starfshóps um þjónustu Reykjavíkurborgar og hugmyndir stjórnkerfis- og lýðræðisráðs um hlutverk og skipan hverfisráða.

Halldór Nikulás Lárusson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lagt fram minnisblað um undirbúning á hátíðahöldum Reykjavíkurborgar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, dags. 30. september 2015, ásamt fjárhagsáætlun. Einnig fer fram umræða um afrekasýningu kvenna.

Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Framsókn og flugvallarvinir óska eftir upplýsingum um sundurliðaðan kostnað vegna sýningarinnar afrekskonur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í fjárhagsáætlun sem liggur fyrir er sundurliðunin þannig: laun sýningarstjóra og annarra, 2.500.000.-, kynning og auglýsingar kr. 2.500.000.- og efni, uppsetning og flutningar kr. 1.500.000.- Óskað er eftir sundurliðun á þessum fjárhæðum.

Rakel Sævarsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sólveig Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer umræða um starfsdag forsætisnefndar.

Forseta falið að undirbúa starfsdag, í samráði við skrifstofustjóra borgarstjórnar, þar sem meginefnið er fjölgun borgarfulltrúa og mögulegar útfærslur á því.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. september 2015, varðandi viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Einnig eru lagðir fram samþykktir viðaukar, bréf innanríkisráðuneytisins, dags. 11. september 2014, tölvubréf Stjórnartíðinda, dags. 24. október 2014, og úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 51/2014 frá 9. júlí 2015.

Vísað til borgarstjórnar.

5. Lagður fram listi yfir móttökur Reykjavíkurborgar í september, dags. 1. október 2015.

6. Lagt fram að nýju bréf mannréttindaskrifstofu f.h. fjölmenningarráðs, dags. 29. júlí 2015, þar sem óskað er eftir tillögum forsætisnefndar að dagsetningu opins borgarstjórnarfundar.

Samþykkt að leggja til að fundurinn verði haldinn 24. nóvember nk.

Fundi slitið kl. 14.31

Sóley Tómasdóttir

Halldór Auðar Svansson