Forsætisnefnd - Fundur nr. 183

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 11. september, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.03. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir (í síma), Helga Björk Laxdal, Bjarni Brynjólfsson og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. september nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Umræða um samgöngumál (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

b) Tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur um undirbúning viðskiptabanns við Ísrael

c) Kosning í borgarráð

d) Kosning í umhverfis- og skipulagsráð

e) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

f) Kosning í heilbrigðisnefnd

g) Kosning í menningar- og ferðamálaráð

h) Kosning í íþrótta- og tómstundaráð

i) Kosning í hverfisráð Grafarvogs

j) Lausnarbeiðni Bjarkar Vilhelmsdóttur

2. Fram fer umræða um afreksýningu kvenna og á stöðu vinnu við 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.

3. Fram fer umræða um þjónustu fyrir borgarfulltrúa Tjarnargötu 12.

4. Fram fer umræða um sameiginlega fundi borgarstjórnar og fjölmenningarráðs og borgarstjórnar og öldungaráðs.

Jóna Vigdís Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 11.47 tekur Áslaug Friðriksdóttir sæti á fundinum.

5. Fram fer kynning umboðsmanns borgarbúa.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.00 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundi.

- Kl. 12.19 víkur Áslaug Friðriksdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 12.38

Sóley Tómasdóttir

Elsa H. Yeoman Halldór Auðar Svansson