Forsætisnefnd - Fundur nr. 182

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 28. ágúst, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 3. hæð, Arnarholti, og hófst kl. 10.40. Viðstödd var Sóley Tómasdóttir. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Áslaug Friðriksdóttir, Bjarni Brynjólfsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað um undirbúning á hátíðahöldum Reykjavíkurborgar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, dags. 25. ágúst 2015, ásamt fjárhagsáætlun.

2. Lagt fram yfirlit yfir móttökur Reykjavíkurborgar. dags. 27. ágúst 2015.

- Kl. 10.49 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.

3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. september nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Umræða um upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

b) Umræða um nemendamiðað skólastarf (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata)

c) Umræða um árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar janúar-júní (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

d) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár

e) Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð

f) Kosning í íþrótta- og tómstundaráð

g) Kosning í hverfisráð Laugardals

4. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu f.h. fjölmenningaráðs, dags. 29. júlí 2015, þar sem óskað er eftir tillögum forsætisnefndar að dagsetningu opins borgarstjórnarfundar sem áætlað er að haldinn verði haustið 2015.

Samþykkt að halda fundinn 29. september nk. Forseta borgarstjórnar er falið að undirbúa fundinn í samráði við formann fjölmenningarráðs og mannréttindastjóra.

5. Fram fer kynning á vinnu við undirbúning Afrekasýningar kvenna á Íslandi.

Rakel Sævarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Fram fer umræða um reglur um hæfi kjörinna fulltrúa. 

Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að senda kjörnum fulltrúum upplýsingar um hæfisreglur í sveitarstjórnarlögum.

7. Fram fer umræða um Almedalen – fund fólksins.

Fundi slitið kl. 11.35

Sóley Tómasdóttir

Halldór Auðar Svansson