Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2015, fimmtudaginn 9. júlí, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.55. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Helga Björk Laxdal, Sara Hrund Einarsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar til forsætisnefndar, dags. 8. júlí, um hátíðahöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, ásamt fjárhagsáætlun.
2. Lögð fram styrkumsókn Sigrúnar Daníelsdóttur vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um holdafarsmisrétti, kr. 200.000, sbr. 9. liður fundargerðar borgarráðs, dags. í dag.
Samþykkt að veita styrk upp á kr. 150.000.
3. Fram fer kynning á vinnu við afrekasýningu kvenna sem haldin verður í Tjarnarsal nk. septembermánuð.
Fundi slitið kl. 12.15