Forsætisnefnd - Fundur nr. 180

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 12. júní, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.30. Viðstödd var Sóley Tómasdóttir. Einnig sátu fundinn Marta Guðjónsdóttir, Eva Einarsdóttir, Skúli Helgason, Bjarni Brynjólfsson, Helga Björk Laxdal og Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir móttökur á tímabilinu 17. apríl til 8. júní, dags. 12. júní. 

Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

- Kl. 10.38 tekur Guðfinna J. Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

- Kl. 10.44 tekur Þórlaug Ágústsdóttir sæti á fundinum.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. júní nk. 

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Samferða Reykjavík – stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. júní

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um viðhald gatna – stefnumótun

c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um stuðning við áframhaldandi starfsemi Landhelgisgæslunnar í Reykjavík

d) Umræða um hlutverk höfuðborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

e) Umræða um starfsemi sjálfstætt starfandi skóla (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

f) Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta

g) Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara

h) Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara 

i) Kosning fimm fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs og fimm til vara; formannskjör

j) Kosning fimm manna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sf. til eins árs og fimm til vara; formanns- og varaformannskjör

k) Kosning formanns velferðarráðs

l) Kosning í hverfisráð Hlíða

m) Umboð til borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar

3. Lögð fram svohljóðandi tillaga forsætisnefndar: 

Borgarstjórn samþykkir að fela ofbeldisvarnarnefnd að vinna tillögur að aðgerðum borgarinnar til að styrkja forvarnarstarf vegna kynbundins ofbeldis og mæta þörfum þolenda. Svokölluð Beauty tips bylting hefur sýnt, svo ekki verður um villst, að rík þörf er fyrir hvort tveggja. Reykjavíkurborg skorast ekki undan ábyrgð í þeim efnum.

Vísað til borgarstjórnar. 

4. Lögð fram samþykkt fyrir ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar.

Vísað til borgarstjórnar.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. júní 2015, um nýjan viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna embættisafgreiðslna sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. 

Vísað til borgarstjórnar.

6. Lögð fram drög að reglum Reykjavíkurborgar um framkvæmd íbúakosninga.

Vísað til umsagnar stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

7. Lagt er til að sameiginlegur fundur öldungaráðs og borgarstjórnar verði haldinn 22. september nk. 

Samþykkt. 

Forsætisnefnd felur forseta borgarstjórnar að ræða við öldungaráðið um fyrirkomulag fundarins.

8. Rætt er um aðgang kjörinna fulltrúa að gögnum.

Samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarstjórnar að undirbúa kynningarfund fyrir kjörna fulltrúa um aðgangsmál á vef Reykjavíkurborgar.

9. Fram fer kynning á stöðu vinnu við afrekasýningu kvenna á Íslandi.

Sara Hrund Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar til forsætisnefndar, dags. 1. júní, um hátíðahöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. 

11. Lagt fram bréf formanns framkvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, dags. 4. júní 2015, þar sem farið er þess á leit að borgarstjórn Reykjavíkur leggi hátíðarhöldunum þann 19. júní lið með því að draga fána að húni í fánaborgum miðborgarinnar. 

Samþykkt. 

12. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2015, þar sem sveitarfélög eru hvött til að standa sameiginlega með skógræktarfélögum landsins að gróðursetningu trjáplantna laugardaginn 27. júní nk. til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands.

Samþykkt. 

Fundi slitið kl. 11.50

Sóley Tómasdóttir