Forsætisnefnd - Fundur nr. 178

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 15. maí, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstödd voru Elsa Yeoman, Elín Oddný Sigurðardóttir og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Áslaug Friðriksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. maí nk. 

- Kl. 11.05 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga um að öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiði í hlutföllum með rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

b) Tillaga um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga um dýrahald á opinberum stöðum (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

c) Umræður um upplýsingastefnu (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

Fundi slitið kl. 11:26

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Halldór Auðar Svansson Elín Oddný Sigurðardóttir