No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2015, föstudaginn 24. apríl, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10.35. Viðstaddar voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Halldór Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar 28. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2014, fyrri umræða.
2. Lagt fram bréf borgarstjórans í Reykjavík dags. 17. apríl sbr. samþykkt borgarráðs á því að vísa tillögum að breytingum á samþykktum skóla- og frístundaráðs og viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til borgarstjórnar.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. apríl varðandi breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar vegna fundargerðar borgarstjórnar.
Vísað til borgarstjórnar.
4. Fram fer umræða um stöðu vinnu við hátíðahöld Reykjavíkurborgar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar dags. 14 apríl ásamt yfirliti yfir stöðu útgjalda verkefnisins.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Hilmar Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Lögð fram drög að dagskrá höfuðborgarráðstefnu norrænu höfuðborgarráðstefnunnar sem haldin verður 7-8 maí. og afrit af boðsbréfi borgarstjóra dags. 3. mars.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Hilmar Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið.
6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 15. apríl með yfirliti yfir móttökur á tímabilinu 21. janúar – 23. apríl 2015.
7. Lögð fram tillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun mannréttindastefnu sem lögð var fram á fundi borgarráðs 29. janúar og var vísað til meðferðar forsætisnefndar.
Frestað.
Fundi slitið kl. 11.45