Forsætisnefnd - Fundur nr. 176

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, fimmudaginn 16. apríl, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.13. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir og S. Björn Blöndal. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Halldór Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. apríl nk. sem haldinn verður í Gerðubergi.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Umræða um skýrslu starfshóps um móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en íslensku (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata)

b) Tillaga Framsóknar og flugvallarvina um stofnun starfshóps um aukinn hlut karlkynskennara í grunnskólum borgarinnar

c) Kosning í hverfisráð Árbæjar

d) Kosning í velferðarráð

e) Kosning í borgarráð

- Kl. 13.23 tekur Þórgnýr Thoroddsen sæti á fundinum

2. Lagt fram uppfært minnisblað skrifstofu borgarstjórnar til forsætisnefndar, dags. 14. apríl, um hátíðahöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Jafnframt fer fram umræða um ferð forseta borgarstjórnar til Kaupmannahafnar.

3. Fram fer umræða um höfuðborgarráðstefnu 2015.

Fundi slitið kl. 13.37