Forsætisnefnd - Fundur nr. 175

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 27. mars, var haldinn aukafundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 11.06. Viðstaddar voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sátu fundinn Heiða Björk Hilmisdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá hátíðarfundar kvenna í borgarstjórnar 31. mars nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga um að haldin verði afrekasýning kvenna á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur.

b) Tillaga um að fela forsætisnefnd að hefja undirbúning að stofnun ofbeldisvarnarnefndar á vegum mannréttindaráðs.

c) Tillaga um að halda málþing um þátttöku og áhrif kvenna í stjórnmálum á afmælisdegi Ingibjargar H. Bjarnason.

2. Lögð fram umsókn mannréttindaskrifstofu um afnot af borgarstjórnarsal þann 18 maí nk.

Samþykkt.

- Kl. 12.00 víkur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 12.04

Sóley Tómasdóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Þórlaug Ágústsdóttir