Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2015, föstudaginn 13. mars, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Halldór Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um jafnlaunavottun
b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um skyldu til bólusetninga
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um upplýsingaskilti fyrir bílastæðahús
d) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að glæða borgargarða nýju lífi
e) Umræða um kynlegar tölur (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
f) Umræða um skýrslu sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
g) Kosning í barnaverndarnefnd
2. Lagðar fram tillögur að reglum Reykjavíkurborgar um starfs- og stýrihópa, ásamt bréfi borgarritara, dags. 2. desember 2014.
Samþykkt.
3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. mars 2015, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum þann 3. mars 2015 ákveðið að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um óundirbúnar fyrirspurnir til borgarstjóra til meðferðar forsætisnefndar.
Vísað til skrifstofustjóra borgarstjórnar til nánari útfærslu.
4. Fram fer kynning umboðsmanns borgarbúa.
Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
5. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 6. mars 2015, ásamt fylgiskjölum, þar sem því er beint til forsætisnefndar að hún fjalli um skilgreiningu á opinberri heimsókn kjörinna fulltrúa á vegum Reykjavíkurborgar.
Frestað.
6. Fram fer umræða um undirbúning höfuðborgarráðstefnuna 2015.
7. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. mars 2015, um leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar, ásamt leiðbeiningum.
Frestað.
8. Fram fer kynning á viðauka um embættisafgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar.
Fundi slitið kl. 12.15
Sóley Tómasdóttir
Elsa H. Yeoman Halldór Auðar Svansson