Forsætisnefnd - Fundur nr. 172

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 13. febrúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10, og hófst kl. 11.07. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Halldór Halldórsson og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. febrúar nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Umræða um rafrænar íbúakosningar, Betri hverfi 2015 (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

b) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipan fulltrúa í ráð og nefndir Reykjavíkurborgar

c) Umræða um ferðaþjónustu fatlaðra (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

d) Umræða um þjónustu við hælisleitendur og flóttafólk í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata)

e) Umræða um málefni grunnskóla Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

f) Umræða um tillögur og afbrigði á borgarstjórnarfundum (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

- Kl. 11.17 tekur Helga Björk Laxdal sæti á fundinum.

2. Lögð fram tillaga forsætisnefndar um að halda aukafund í borgarstjórn 31. mars.

Frestað.

- Kl. 11.33 tekur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sæti á fundinum.

3. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 2. desember 2014, um ábendingar úttektarnefndar nr. 12, 20 og 21, ásamt tillögu að reglum Reykjavíkurborgar um starfs- og stýrihópa.

Frestað.

4. Lagt fram minnisblað um undirbúning á hátíðahöldum Reykjavíkurborgar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, dags. 11. febrúar 2015.

5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. nóvember 2014, um verklagsreglur um fundi og meðferð tillagna Reykjavíkurráðs ungmenna. Jafnframt eru lögð fram drög að verklagsreglunum ásamt umsögn Reykjavíkurráðs ungmenna, dags.7. janúar 2015.

Samþykkt.

6. Fram fer umræða um tillögur, afbrigði og kosningar á borgarstjórnarfundum.

7. Lagt fram yfirlit yfir móttökur Reykjavíkurborgar í janúar.

8. Fram fer kynning umboðsmanns borgarbúa.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12.50