Forsætisnefnd - Fundur nr. 171

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 30. janúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. febrúar nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a. Stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri, sbr. 22. liður fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 2015.

b. Fjárstýringarstefna, sbr. 28. liður fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 2015.

c. Kosning í mannréttindaráð

d. Umræða um úttekt Intellecta á aðdraganda stofnunar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og sameiningarferli skóla (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka). 

e. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á reglum um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar frá 10. september 2013.

2. Fram fer umræða um undirbúning á hátíðahöldum Reykjavíkurborgar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

3. Lagt er til að halda starfsdag forsætisnefndar vegna fjölgunar borgarfulltrúa og yfirferð á samþykktum Reykjavíkurborgar þann 13. febrúar nk. frá kl. 11-16. 

Samþykkt. 

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. janúar 2015, þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd samþykki meðfylgjandi reglur um móttökur Reykjavíkurborgar. 

Samþykkt.

5. Fram fer umræða um undirbúning og framkvæmd borgarstjórnarfunda. 

Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun: 

Forsætisnefnd áréttar mikilvægi þess að tillögur fyrir fundi borgarstjórnar berist í tæka tíð fyrir útsendingu gagna. Alltaf geta komið upp aðstæður sem kalla á að tillögur séu teknar á dagskrá með afbrigðum, en nokkuð hefur borið á því að þau hafi verið nýtt án þess að brýn nauðsyn krefji. Forsætisnefnd beinir því til borgarfulltrúa að undirbúa borgarstjórnarfundi vel og rökstyðja óskir um afbrigði þegar svo ber undir. 

Forsætisnefnd áréttar mikilvægi þess að öll gögn liggi fyrir fundum borgarstjórnar. Það á ekki síður við þegar um kosningar í ráð og nefndir er að ræða. Því eru borgarfulltrúar hvattir til tryggja að tilnefningar í nefndir og ráð liggi fyrir áður en útsending gagna fer fram fyrir fundi borgarstjórnar.

Áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja fram svohljóðandi bókun: 

Undirrituð óska eftir að umræða um þessi mál verði tekin upp aftur á næsta fundi forsætisnefndar. Undirrituð taka ekki undir bókun forsætisnefndar. 

6. Fram fer umræða um mætingu borgarfulltrúa í móttökur og á fræðslufundi.

7. Kynnt drög að fundadagatali borgarstjórnar 2015. 

Fundi slitið. kl. 11:48

Sóley Tómasdóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Halldór Auðar Svansson