Forsætisnefnd - Fundur nr. 170

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2015, föstudaginn 16. janúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Yeoman og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sátu fundinn Skúli Helgason, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. janúar nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a. Umræða um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna (að beiðni forsætisnefndar)

b. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að borgarstjórn samþykki að taka upp Hafnarfjarðarmódelið hvað varðar fjárhagsaðstoð

c. Umræða um ferðaþjónustu fatlaðs fólks (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

d. Umræða um sorphirðu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

e. Umræða um innkaup Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

f. Umræða um hlutverk formanna fagráða á borgarstjórnarfundum (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina)

g. Umræða um flugbraut NA-SV 024 (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina)

h. Kosning í fjölmenningarráð

i. Kosning í öldungaráð

j. Kosning í mannréttindaráð

k. Kosning velferðarráð

2. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjórnar til forsætisnefndar, dags. 14. janúar 2015, um hátíðahöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lagt fram bréf fjármálskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 7. janúar 2015, samþykkt fyrir innkauparáð Reykjavíkurborgar.

Vísað til borgarstjórnar.

4. Lagt fram bréf Borgarbókasafns Reykjavíkur, dags. 25. nóvember 2014, ásamt tillögu að samþykkt fyrir Borgarbókasafn Reykjavíkur.

Vísað til borgarstjórnar.

5. Lagt fram erindi mannauðsdeildar, dags. 13. janúar 2015, um afnot af borgarstjórnarsal á miðvikudögum kl. 11.30-12.00 fyrir starfsmenn.

Samþykkt.

6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 29. desember 2014, um reglur um móttökur. Jafnframt lögð fram drög að reglum um móttökur og skýrsla starfshóps um risnu og meðferð risnukostnaðar, dags. 25. nóvember 2014.

Vísað til borgarráðs.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Sigurður Páll Óskarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. desember 2014, varðandi samþykki borgarstjórnar á samþykkt fyrir öldungaráð.

8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. desember 2014, varðandi samþykki borgarstjórnar á samþykkt fyrir fjölmenningarráð.

9. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa, dags. 16. janúar 2015, yfir móttökur á tímabilinu frá 7. desember 2014 til 21. janúar 2015.

Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

10. Fram fer kynning á reglum um útleigu á Tjarnarsal.

Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

11. Fram fer umræða um samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og vistun umræðna úr borgarstjórn.

Fundi slitið. kl. 12.15

Sóley Tómasdóttir

Elsa Hrafnhildur Yeoman Þórlaug Ágústsdóttir