Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2005, fimmtudaginn 10. mars, var haldinn 17. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein og Alfreð Þorsteinsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. mars n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Umræða um skipulagsmál í Vatnsmýri.
b. Umræða um skipulagsmál við Laugaveg.
c. Umræða um hækkun á lóða- og fasteignaverði í Reykjavík.
2. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. varðandi nýtt skipurit skrifstofu borgarstjórnar, ásamt fylgigögnum.
Frestað.
3. Lagt fram bréf sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. þ.m. varðandi fyrirhugaða kynnisferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel 17.-20. apríl n.k.
4. Rætt um undirbúning nýrra samþykkta fyrir fagráð borgarinnar.
Ákveðið að nýjar samþykktir verði lagðar fyrir borgarstjórn 5. apríl n.k.
Fundi slitið kl 12.55
Stefán Jón Hafstein
Alfreð Þorsteinsson