Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 12. desember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.30. Viðstödd var Sóley Tómasdóttir. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Skúli Helgason, Jóna Björg Sætran, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. desember nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
1. Tillaga borgarfulltrúa allra flokka um griðasvæði hvala í Faxaflóa.
2. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um samkeppni vegna Intercultural cities.
3. Umræða um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um reglur um ívilnandi lóðaúthlutanir án greiðslna fyrir byggingarrétt sbr. 24. liður fundargerðar borgarráðs 4. desember sl.
4. Umræða um stöðu tónlistarskólanna í Reykjavík. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
5. Umræða um íþrótta- og æskulýðsmál í Vesturbænum. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
6. Umræða um reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
7. Umræða um að bílastæðaréttindi núverandi íbúa séu tryggð áður en farið er í þéttingu byggðar í afmörkuðum hverfum. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
8. Tillaga forsætisnefndar um að fella niður reglulegan fund borgarstjórnar 6. janúar nk.
- Kl. 10.33 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.
- Kl. 10.35 tekur Halldór Auðar Svansson sæti á fundinum.
2. Fram fer kynning á undirbúningi forsætisnefndar vegna hátíðahalda 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna. Lagt er til að Reykjavíkurborg standi fyrir 100 viðburðum á næsta ári í tilefni afmælisins.
Samþykkt.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lögð fram tillaga að samþykkt Öldungaráðs Reykjavíkur dags. 12. desember ásamt umsögnum.
Vísað til borgarstjórnar.
4. Lögð fram tillaga að samþykkt Fjölmenningarráðs Reykjavíkur dags. 12. desember ásamt umsögnum.
Vísað til borgarstjórnar.
5. Fram fer umræða um sameiginlegan fund borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar sem fram fer á Akureyri 6. mars 2015.
6. Fram fer umræða um stöðufund með Reykjavíkurráði ungmenna.
7. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa dags. 27. nóvember yfir móttökur á tímabilinu frá 5. september til 20 nóvember 2014.
- Halldór Halldórsson víkur af fundi kl. 11.35.
- Skúli Helgason víkur af fundi kl. 11.50.
8. Lagt fram minnisblað skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. desember 2014, um norræna höfuðborgarráðstefnu (Resilient cities) sem fram fer í Reykjavík 7. til 8. maí 2015.
Hilmar Magnússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið. kl. 12.05
Sóley Tómasdóttir
Halldór Auðar Svansson Jóna Björg Sætran
Elsa Hrafnhildur Yeoman