No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 14. nóvember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.15. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. október nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
- Umræða um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.
- Ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi.
- Umræða um íþrótta- og æskulýðsmál í Fossvogi og Bústaðahverfi, að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
- Umræða um opna fundi ráða og nefnda Reykjavíkurborgar, að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.
- Samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli sbr. 10. liður fundargerðar borgarráðs frá 6. nóvember.
2. Kynnt beiðnir um afnot af borgarstjórnarsal fyrir fjölmenningarþing, upptökur RÚV, og Bókamessu, dagana 15. og 16. nóvember, 19. nóvember og 22. og 23. nóvember nk.
Samþykkt.
- Kl. 11.32 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.
3. Lagt fram bréf Akureyrarbæjar, dags. 20. október, um skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í samstarfsnefnd vegna sameiginlegs fundar bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur.
4. Rætt um undirbúning vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Jafnframt kynnt erindi Kvenréttindafélagsins, dags. 5. nóvember, vegna styttu af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Samþykkt að boða til sameiginlegs fundar forsætisnefndar með fulltrúar sviða
5. Lögð fram að nýju tillaga að samþykktum Öldungaráðs ásamt umsögnum Félags eldri borgara og mannréttindaráðs.
Frestað.
6. Lögð fram tillaga að samþykktum fyrir Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að vísa tillögunni til umsagnar mannréttindaráðs og stjórnkerfis- og lýðræðisráðs
7. Lagt fram bréf skóla- og frístundaráðs dags. 13 nóvember varðandi tillögu að breytingum á samþykkt skóla- og frístundaráðs varðandi áheyrn Reykjavíkurráðs ungmenna.
Samþykkt. Vísað til borgarráðs.
8. Farið yfir stöðu framkvæmda við sumarhús borgarstjórnar við Úlfljótsvatni.
Fundi slitið. kl.12.15