Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 17. október, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.07. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Skúli Helgason, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. október nk.
-Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
- Tillaga borgarfulltrúa framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun á verklagsreglum um þjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda.
- Umræða um Intercultural cities (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
- Umræða um opinn íbúafund vegna deiliskipulags á Nýlendureit, sbr. 15. liður fundargerðar borgarráðs frá 16. október sl.
2. Kynnt beiðni um afnot af borgarstjórnarsal fyrir sameiginlegan fund umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar sem haldinn verður 23. október nk.
Samþykkt.
3. Lagt er til að Eva Einarsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Dagur B. Eggertsson og Halldór Halldórsson taki sæti í samstarfsvettvangi vegna sameiginlegs fundar borgarstjórnar með bæjarstjórn Akureyrar.
Samþykkt.
4. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 7. október 2014, með ábendingu úttektarnefndar borgarstjórnar nr. 3 um lengd bókana.
Vísað til meðferðar hjá skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar.
5. Lagt fram bréf borgarritara, dags. 9. október 2014, um starfshóp um risnu og meðferð risnukostnaðar ásamt erindisbréfi starfshópsins.
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Forsætisnefnd samþykkir að bjóða til hugarflugsfundar í Höfða um hátíðarhöld í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Til fundarins verði boðað í gegnum Skotturnar, samstarfsvettvang kvennahreyfinga sem stofnaður var fyrir kvennafrídaginn 2010, en hann samanstendur af 23 samtökum, auk þess sem nýstofnuðum femínistafélögum framhaldsskólanna í Reykjavík og fulltrúum kvennahreyfinga stjórnmálaflokkanna verður boðið.
Stefnt skal að því að halda fundinn í nóvembermánuði og er skrifstofu borgarstjórnar falið annast framkvæmdina.
Samþykkt.
7. Lagt er til að fundir borgarstjórnar með Reykjavíkurráði ungmenna 2014-2015 verðir verði haldnir sem hér segir: stöðufundur 21. nóvember kl. 15.00, undirbúningsfundur 18. febrúar kl. 15.00, sameiginlegur fundur borgarstjórnar með Reykjavíkurráðinu 24. mars kl. 15.00.
Samþykkt.
8. Lögð fram drög að samþykktum fyrir Öldungaráð Reykjavíkurborgar, dags. í október 2014.
Samþykkt að vísa drögunum til umsagnar mannréttindaráðs, stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, Samtaka aldraðra, Félags eldri borgara og félagsins U3A Reykjavík.
Anna Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
9. Farið yfir stöðu á viðhaldsframkvæmdum á sumarhúsi borgarstjórnar við Úlfljótsvatn.
10. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 11. september 2014, við fyrirspurn forsætisnefndar um kostnað vegna breytinga á Tjarnargötu 12.
Fundi slitið. kl.12.09