No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 3. október, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Áslaug María Friðriksdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Skúli Helgason og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. október nk.
-Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
-Tillaga Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri Grænna og Pírata um endurskoðun á hjólreiðaáætlunar Reykjavíkurborgar.
-Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sérstakt átak til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
-Umræða um mikilvægi þess að fjárfesta í nýsköpun, tækni og rannsóknum í velferðarmálum. (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
-Umræða um aðild að sáttmála sveitarfélaga um aðlögun að loftslagsbreytingum sbr. samþykkt borgarráðs 2. október sl.
-Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgang 10. bekkinga að framhaldsnámi.
-Kosning í umhverfis- og skipulagsráð.
2. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 18. september sl. vegna áheyrnar Reykjavíkurráðs ungmenna í skóla- og frístundaráði.
Frestað.
Forsætisnefnd óskar eftir því að skóla- og frístundasvið vinni tillögu að breytingu á samþykkt skóla- og frístundaráðs vegna málins og sendi forsætisnefnd til meðferðar.
3. Fram fer umræða um 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna á Íslandi.
Samþykkt að fela forseta borgarstjórnar og skrifstofustjóra borgarstjórnar að leggja fram tillögu að samráðsfundi Reykjavíkurborgar með kvennahreyfingunni á næsta reglulega fundi forsætisnefndar og vinna drög að bréfi til forstöðumanna stofnana Reykjavíkurborgar vegna málsins.
4. Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg sem lögð var fram á fundi forsætisnefndar 22. ágúst sl.
Samþykkt.
5. Fram fer umræða um fundarsköp borgarstjórnar og lengd bókana.
- Kl.11.15 víkur Skúli Helgason af fundi.
6. Kynnt yfirlit yfir móttökur Reykjavíkurborgar dags. 3. október sl.
Anna Karen Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið. kl. 11.35