No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, fimmtudaginn 28. ágúst, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Halldór Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá borgarstjórnar þann 2. september nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 10. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
- Sala á Laugavegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a, sbr. 9. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst.
- Samþykkt fyrir ferlinefnd fatlaðs fólks, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst.
- Samþykkt fyrir stjórnkerfis og lýðræðisráð, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst.
- Breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. ágúst.
2. Fram fer umræða um landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga á Akureyri 24-26 september nk.
3. Fram fer umræða um vinnu í tengslum við gerð samþykkta fyrir öldunga-, ungmenna-, og fjölmenningarráð og skipulag opinna funda ráðanna með borgarstjórn Reykjavíkur.
4. Lögð fram fundargerð undirbúningshóps Norrænnar höfuðborgarráðstefnu í Reykjavík vorið 2015, dags. 23. júní 2014.
Fundi slitið kl. 13.15