Forsætisnefnd - Fundur nr. 161

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2014, föstudaginn 22. ágúst, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Viðstödd voru Sóley Tómasdóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Halldór Auðar Svansson. Einnig sátu fundinn Júlíus Vífill Ingvarsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Helga Björk Laxdal og Linda Sif Sigurðardóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um fundadagatal borgarstjórnar 2014-2015.

Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að leggja fram fundadagatal til samþykktar á næsta reglulega fundi forsætisnefndar.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. ágúst 2014, um nýja samþykkt um ferlinefnd fatlaðs fólks ásamt drögum að samþykkt.

Vísað til borgarráðs.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20 ágúst 2014, um nýja samþykkt um stjórnkerfis- og lýðræðisráð.

Vísað til borgarráðs.

4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20 ágúst 2014, um breytingar á samþykkt fyrir stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborgar.

Vísað til borgarráðs.

- Kl. 10.09 tekur Skúli Helgason sæti á fundinum.

5. Fram fer umræða um stöðu framkvæmda við starfsaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.

Júlíus Vífill Ingvarsson leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er er eftir sundurliðuðum upplýsingum um heildarkostnað við þær breytingar sem fram hafa farið á starfsaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.

Forsætisnefnd óskar jafnframt eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað ef allir borgarfulltrúar hefðu einkaskrifstofur.

6. Fram fer kynning á verkefnum og stöðu mála hjá umboðsmanni borgarbúa.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 11.35