Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 11. apríl, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Björk Vilhelmsdóttir og Karl Sigurðsson. Einnig sátu fundinn Marta Guðjónsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 3 tl. sbr. 2 tl. 2. mgr. 10 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
a) Stefna í þjónustu við fatlað fólk sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. apríl
b) Umræða um stefnu í málefnum ungs fólks. (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endurvakningu starfsemi Skólagarða Reykjavíkur
d) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um matjurtaræktun í borgarlandinu.
2. Samþykkt að gera ráð fyrir almennri umræðu um hverfisskipulag á fundi borgarstjórnar þann 6. maí í stað 11. apríl.
3. Lögð fram að nýju tillaga Elínar Maríu Árnadóttur um aukið samráð við ungt fólk sem vísað var til forsætisnefndar, dags. 10. október 2013.
Frestað.
4. Kynntar að nýju tillögur að breytingu á vinnuaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.
Frestað.
5. Kynnt vinna starfshóps um skýrslu úttektarnefndar borgarstjórnar.
6. Fram fer umræða um tímasetningu og umfjöllunarefni Höfuðborgarráðstefnunnar í Reykjavík árið 2015.
Fundi slitið kl. 11.44
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Björk Vilhelmsdóttir Karl Sigurðsson