Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 14. mars, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sat fundinn Sóley Tómasdóttir og Helga Björk Laxdal sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 3 tl. sbr. 2 tl. 2. mgr. 10 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
- Ályktunartillaga borgarstjórnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.
(að beiðni borgarfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna)
- Umræða um frístundir í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna)
- Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgengi að upplýsingum vegna PISA-könnunar.
- Umræða um undirbúning og samráð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015 (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
- Kl. 11.10 tekur Björk Vilhelmsdóttir sæti á fundinum.
2. Samþykkt að fela skrifstofustjóra borgarstjórnar að undirbúa almenna umræðu um vinnu við hverfisskipulag á fundi borgarstjórnar þann 1. apríl.
3. Fram fer umræða um breytingar á starfsaðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.
- Kl. 11.20 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum
4. Fram fer umræða um starfsemi Vestnorræna sjóðsins og skipan fulltrúa í stjórninni.
Samþykkt að setja kosningu í stjórnina á dagskrá borgarráðs.
5. Fram fer umræða um almennar samskipta- og kurteisisvenjur á fundum kjörinna fulltrúa.
Fundi slitið kl. 12.00
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Björk Vilhelmsdóttir