Forsætisnefnd - Fundur nr. 156

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2014, föstudaginn 31. janúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Björk Vilhelmsdóttir og Karl Sigurðsson. Einnig sat fundinn Úlfhildur Jóna Þórarinsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt fyrir umboðsmann borgarbúa.

Samþykkt.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

- Kl. 11.35 taka Júlíus Vífill Ingvarsson og Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum. 

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. febrúar nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 3 tl. sbr. 2 tl. 2. mgr. 10 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

a) Tillaga forsætisnefndar um óbreyttan fjölda borgarfulltrúa á næsta kjörtímabili

b) Umræða um framtíðarsýn og samþætta hverfaþjónustu og hlutverk hverfisráða í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna)

c) Umræða um aukið gagnsæi í fjármálum Reykjavíkurborgar í þágu borgarbúa (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

d) Umræða um lóðamál (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

e) Umræða um hlutverk Reykjavíkur í björgunarstarfi (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks)

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. janúar 2014, þar sem lagt er til að forsætisnefnd samþykki að fjöldi borgarfulltrúa haldist óbreyttur á næsta kjörtímabili.

Samþykkt og vísað til borgarstjórnar. 

Fundi slitið kl. 11.48

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Björk Vilhelmsdóttir Karl Sigurðsson