No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2014, föstudaginn 17. janúar, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 12.35. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sátu fundinn Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. janúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 3 tl. sbr. 2 tl. 2. mgr. 10 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Umræða um stefnu í málefnum utangarðsfólks 2014-2018 sbr. 26. liður fundargerðar borgarráðs frá 9. janúar sl.
2. Lögð fram drög að svörum starfshóps við 3. kafla í skýrslu úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.
Frestað.
3. Lögð fram tillaga að dagskrá vegna sameiginlegs fundar borgarstjórnar með bæjarstjórn Akureyrar sem haldinn verður þann 7. febrúar nk.
Samþykkt.
- Kl. 13.35 víkur Júlíus Vífill Ingvarsson af fundinum.
Fundi slitið kl. 13.50
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Björk Vilhelmsdóttir