Forsætisnefnd - Fundur nr. 153

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 13. desember, var haldinn fundur í forsætisnefnd. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.35. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman og Björk Vilhelmsdóttir. Einnig sat fundinn Marta Guðjónsdóttir og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. desember nk.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Umræður um niðurstöður PISA-könnunar (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)

Tillögur starfshóps vegna þjónustu við börn, sbr. 21. liður fundargerðar borgarráðs frá 21. nóvember.

Sala á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS veitum sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. desember.

Kosning fulltrúa í heilbrigðisnefnd.

2. Fram fer umræða um framkvæmd heimsókna borgarfulltrúa í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliðastarfs þann 5. desember sl.

Skrifstofu borgarstjórnar er falið að senda samtökunum þakkarbréf f.h. borgarstjórnar.

3. Lögð fram fundargerð samstarfsvettvangs Akureyrar og Reykjavíkur frá 6. desember sl. Fram fer umræða um fyrirhugaðan fund borgarstjórnar og bæjarstjórnarinnar þann. 7. febrúar nk.  

4. Fram fer umræða um fyrirhugaðan fund forsætisnefndar með Reykjavíkurráði ungmenna þann 17. janúar nk. 

5. Lögð fram að nýju skýrsla úttektarnefndar borgarstjórnar. 

Forsætisnefnd leggur fram svohljóðandi bókun: 

Forsætisnefnd hefur lokið umræðu í bili um þá kafla í úttektarskýrslunni sem varða störf borgarstjórnar og réttindi og skyldur borgarfulltrúa. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að koma ábendingum nefndarinnar í farveg hjá starfshópi borgarstjóra sem vinnur að áfangaskýrslu um ábendingar úttektarnefndarinnar. Forsætisnefnd telur ekki tímabært að halda sérstakan starfsdag um niðurstöðurnar en beinir því til skrifstofu borgarstjórnar að gera sérstaka grein fyrir niðurstöðunum þegar tekið er á móti nýrri borgarstjórn í júní 2014. 

- Kl. 10.55 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundi. 

- Kl. 11.00 tekur Sóley Tómasdóttir sæti á fundinum. 

6. Samþykkt að heimila borgarráði afnot af borgarstjórnarsal þann 19. desember nk. 

7. Fram fer umræða um árshátíð borgarstjórnar. 

Fundi slitið. kl. 11.55.

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Björk Vilhelmsdóttir