Forsætisnefnd - Fundur nr. 151

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 15. nóvember, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Björk Vilhelmsdóttir og Karl Sigurðsson. Einnig sat fundinn Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. nóvember nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 4. tl. 2. mgr. 10. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Umræða um innheimtureglur borgarinnar og grunnþjónustu. (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna)

2. Lagt til að síðari umræða um Aðalskipulag Reykjavíkur fari fram á aukafundi borgarstjórnar 26. nóvember. Samþykkt.

3. Lagt til að sameiginlegur fundur borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar fari fram þann 7. febrúar nk. Jafnframt er lagt til að fundur samstarfsvettvangs sveitarfélaganna verði haldinn 22. nóvember eða 6. desember. Samþykkt.

4. Kynnt erindi móttökustjóra Ráðhúss Reykjavíkur þar sem óskað er eftir að forsætisnefnd heimili afnot á sal borgarstjórnar fyrir Bókamessu Unesco þann 23. og 24. nóvember. Samþykkt.

5. Fram fer umræða um rekstur og starfsmannamál Úlfljótsskála.

- Kl. 11.15 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum. - Kl. 11.16 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundinum.

6. Fram fer umræða um breytingar á vinnuaðstöðu borgarfulltrúa Tjarnargötu 12.

7. Lögð fram að nýju skýrsla úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

8. Fram fer umræða um undirbúning dagskrár vegna heimsókna borgarfulltrúa í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliðastarfs þann 5. desember nk.

Fundi slitið. kl. 11.30.
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson