Forsætisnefnd - Fundur nr. 150

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2013, föstudaginn 1. nóvember, var haldinn fundur í . Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Elsa Hrafnhildur Yeoman, Björk Vilhelmsdóttir og Karl Sigurðsson. Einnig sátu fundinn Júlíus Vífill Ingvarsson og Helga Björk Laxdal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. nóvember nk. Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána, sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

Umræða um tillögur að eflingu leigumarkaðar í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) Umræða um málefni heilsugæslunnar í Reykjavík. (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um eflingu íþróttastarfs og hreyfingar í þágu eldri borgara.

2. Lögð fram skýrsla úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar ásamt erindisbréfi starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndarinnar dags. 10. september 2013 Einnig er lögð fram skýrsla Innri Endurskoðunar um mat á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar dags. í apríl 2013. Frestað.

3. Fram fer umræða um reglur Reykjavíkurborgar um trúnað á lokuðum ráðsfundum. Skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna að minnisblaði um gildandi reglur til allra fagráða og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

4. Lagðar fram tillögur að breyttum samþykktum Minjasafns, Listasafns og Ljósmyndasafns auk erindi sviðsstjóra menningar- og ferðamálaráðs dags. 26. ágúst 2013 um niðurfellingu á viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Einnig er lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs dags. 24. september sl. um endurskoðun viðauka. Vísað til borgarráðs.

5. Fram fer umræða um rekstur Úlfljótsskála.

Fundi slitið. kl. 11.55.
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Karl Sigurðsson Björk Vilhelmsdóttir